Reykhólaskóli er einn af þremur skólum sem var dreginn út í útdráttaverðlaunum Göngum í skólann í ár og hér er smá frásögn.
Í Reykhólaskóla hefur verið áralöng hefð að taka þátt í verkefninu Göngum í skólann. Almennt ganga nemendur í þorpinu í skólann á morgnanna og stór hluti nemenda kemur með skólabíl. Þegar verkefnið Göngum í skólann er, þá stoppar skólabílinn hjá kirkjunni og nemendur ganga þaðan í skólann. Í ár ákváðum við að taka þetta lengra og biðja skólabílinn að stoppa alltaf fyrir neðan skóla og hleypa nemendum þar út, þannig að alla daga fengu nemendur tækifæri á lengri vegalengd í skólann. Þá fórum við í átaksverkefni og settum á auka hreyfingu alla daga, og 2-3 í viku göngum við með alla nemendur skólans Reykhólahringinn, sem er 1 km vegalengd. Nemendur koma almennt hressari til leiks eftir gönguferð dagsins.