Í haust ákvað Bláskógaskóli að skrá sig til leiks í átakinu Göngum í skólann. Eftir kynningu í kennarahópnum fengu kennarar, sem tóku vel í hugmyndina, frjálsar hendur hvernig þeir vildu tileinka sér þetta verkefni. Fjölmargar hugmyndir komu í ljós og skemmtileg verkefni. Skólinn er virkur útinámsskóli svo fyrir voru mörg tækifæri til útiveru en gaman að segja frá því að myndlistarkennarinn tók upp á því að fara um þorpið með nemendur og nota gangstéttar sem striga fyrir ýmir listaverk og falleg skilaboð til vegfarenda. Við vorum einnig heppin með hlýtt haust og stillt og leikskólinn fór af stað og leitaði berja í skóginum í kring. Fyrir unglingastigið sem býr við ákall snjalltækjanna var mikilvægt að kynna fyrir möguleikann á útiveru og nágrenni skólans og nýttu kennarar þetta átak til þess að fara með nemendur út þar sem oft verða samtöl og tengingar sem síður eiga sér stað á bakvið borð og nemendaborð. Yngstu nemendur skólans sem hafa verið vanir að fá til sín bækur frá bókasafninu sem er við menntaskólann fóru þess í stað í gönguferð í menntaskólann og völdu sér bækur og stoppuðu á leiðinni heim til að glugga í enda ofboðslega gott veður.