19.09.2024 Þann 23. – 30. september stendur Íþróttavika Evrópu yfir #BeActive. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur fengið styrk frá European Commission til þess að standa fyrir verkefninu hér á landi. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að hvetja Evrópubúa til að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi og eru allir hvattir til þess að finna sér hreyfingu við hæfi.
Þeir sem hafa áhuga á BeActive geta fylgst með á eftirfarandi miðlum
Instagram:
Beactive Iceland
Facebooksíða:
Beactive Iceland
www.beactive.is
Ein leið til þess að auka hreyfingu í daglegu lífi er að nota virkan ferðamáta sem við hvetjum ykkur til þess að gera.
Að lokum hvetjum við þá skóla sem ekki hafa skráð sig í Göngum í skólann að gera það endilega með því að smella hér og þá sem eru að taka þátt í verkefninu að deila því sem þið eruð að gera með okkur og senda myndir, myndbönd eða frásagnir með því að smella
hér og þá er um að gera að nota myllumerkið
#beactiveiceland á Instagram frá og með 23. september.