28.09.2022 Heiðarskóli
Í seinustu viku koma bæjarstjóri Reykjanesbæjar í heimsókn í Heiðarskóla í morgunsárið og hrósaði nemendum fyrir að ganga í skólann. Nemendur voru mjög ánægðir og upp með sér að fá hrós frá bæjarstjóranum. Allir nemendur í Heiðarskóla taka þátt í verkefninu Göngum í skólann og er mikil kappsemi í nemendum að standa sig. Meira að segja þeir sem búa of langt í burtu til að ganga í skólann, ganga einn hring í kringum skólann til að fá stig fyrir daginn. Allir nemendur í Heiðarskóla, alveg sama á hvaða aldri þeir eru, eru til fyrirmyndar í þessu verkefni. Sjá myndir sem við sendum inn.
Kerhólsskóli
Af því að skólinn er í sveit þá koma nemendur í skólabíl. Það var notuð heil vika í september (19-23. sept) þar sem nemendur fóru í göngutúr með umsjónarkennurum sínum. Farið var míluna sem er 1,6 km hvern einasta dag í vikunni.