79 (75 árið 2020) grunnskólar skráðu sig til leiks sem er met. Aldrei hafa fleiri skólar tekið þátt.
Samtals sendu 13 skólar okkur myndefni og/eða frásagnir frá viðburðum og verkefnum sem tengdust Göngum í skólann en enginn sendi myndband.
Þá er gaman að sjá hve margir skólar tengja verkefnið við kennslustundir eins og til dæmis stærðfræði. Innsendar frásagnir og myndefni ásamt fréttum um viðburðina er inná heimasíðunni.
Að verkefninu loknu fengu allir þátttökuskólar þakkarbréf ásamt viðurkenningarskjali og gjöf til skólans en það var blakbolti í ár. Þeir skólar sem sendu inn efni, myndir, myndbönd eða frásagnir fengu að vanda aukagjöf, sem í ár var standhjólapumpa frá Erninum. Pumpan nýtist bæði starfsfólki skólann sem og nemendum.