Þann 7. október er alþjóðlegur göngum í skólann dagur og er það jafnframt síðasti dagur Göngum í skólann verkefnisins hér á landi. Það er gaman að fylgjast með því sem sem hefur farið fram í skólunum en þeir skólar sem ekki hafa sent inn efni eru hvattir til þess að gera það. Hér eru nokkrar frásagnir frá skólum sem hafa sent inn efni
Ártúnsskóli:
Allur
Ártúnsskóli fór og gekk að Búrfellsgjá, ótrúlega góð og skemmtileg ferð sem
tókst ljómandi vel. Börnin voru með nesti og var tekin
hópmynd af skólanum. Skemmtilegt að barn sem er bundið við hjólastól komst
þessa leið auðveldlega.
Grandaskóli:
Göngum í skólann 3. bekkur í Grandaskóla. Í Grandaskóla fer allur 3. bekkur
út að ganga daglega. Við notum ferðina í að skoða nánasta umhverfi, svo sem
gangbrautir, göngustíga, svæði með leiktækjum og ýmislegt fleira. Við höfum
farið í öllum veðrum og ætlum að gera það á meðan Göngum í skólann stendur
yfir. Hver veit nema við höldum þessu svo bara áfram, þetta er svo vel heppnað.
Kær kveðja frá nemendum og kennurum í Grandaskóla
Grunnskóli Grundarfjarðar:
Í tilefni af Göngum í skólann efldum við í Grunnskóla Grundarfjarðar til keppni á milli árganga fyrstu vikuna. Nemendur merktu við á nafnalista í stofunni sinni ef þau notuðu virkan ferðamáta. Veðrið lék alls ekki við okkur þessa viku sem keppnin var en það var gaman að sjá hve margir nýttu sér virkan ferðamáta þrátt fyrir rigningu og rok. Bekkurinn sem stóð uppi sem sigurvegari fékk frjálsan tíma í íþróttahúsinu með umsjónarkennara