Íþróttavika Evrópu hófst þann 23. september síðastliðinn og stendur til 30. september.
Í tilefni af því eru tveir leikir á samfélagsmiðlum í gangi en annarsvegar er Instagram myndaleikur þar sem allir eru hvattir til þess að hreyfa sig, taka mynd og birta á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #beactiveiceland. Hinsvegar er TikTok dansáskorun í gangi en allir eru hvattir til þess að læra BeActiveIceland dansinn á TikTok, birta hann og nota myllumerkið #beactiveiceland
Þeir sem taka þátt geta átt von á glæsilegum vinningum!!
Það eru yfir 30 lönd víðsvegar um Evrópu sem taka þátt í Íþróttaviku Evrópu undir myllumerkinu #BeActive og er mismunandi hvað er gert á hverjum stað fyrir sig. Aðalmarkmið BeActive að hvetja almenning til þess að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi.