Það er gaman að fá frásagnir og myndir frá því sem fer fram í grunnskólum landsins í tilefni af Göngun í skólann verkefninu. Nýverið sendi Rimaskóli inn stutta frásögn og mynd með:
"10.JÓ hefur tekið þátt í Göngum í skólann verkefninu frá upphafi. Nemendur ganga til og frá skóla, að auki fer bekkurinn einu sinni í viku í 40 mínútna göngutúr um hverfið með umsjónarkennara. Þessi göngutúr hefur góð áhrif á geðheilsuna því hreyfingin, útiveran og samræðurnar á leiðinni létta lund".