Göngum í skólann fer vel af stað en alls eru nú yfir 70 skólar skráðir til leiks í verkefninu. Þátttökuskólar eru hvattir til þess að senda inn myndir og frásagnir af því sem fer fram í skólunum í tilefni af Göngum í skólann.
Hægt er að senda inn myndir í gegnum heimasíðuna hér og frásagnir hér en einnig má senda tölvupóst á kristino@isi.is.
Hamraskóli sendi nýlega inn frásögn og skemmtilegar myndir:
"Göngum í skólann hófst formlega hjá okkur í dag, þar sem allir nemendur og hluti starfsfólks söfnuðust saman og hlupu Olympíuhlaupið eftir létta upphitun.
Á mánudaginn hefjum við skráningu í bekkjunum á því hvernig nemendur koma í skólann. Skráninginn stendur yfir í 3 vikur og verður Gullskórinn afhentur í byrjun október þeim bekk sem hefur hæsta hlutfall nemenda sem ganga, hjóla eða velja annan virkan ferðamáta til og frá skóla".