Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er miðvikudaginn 10. október og lýkur þar með Göngum í skólann formlega þetta árið. Alls 75 skólar eru skráðir til þátttöku í verkefninu og standa skólarnir fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum uppákomum í tilefni af því.
Til dæmis hlupu tveir hraustir strákar í Hvolskóla að heiman frá öðrum þeirra sem býr í Landeyjum og kemur vanalega með skólabíl. Þeir hlupu 24,5km í slagveðri, miklum rigningum og vindi. Þeir lögðu af stað klukkan 4:45 að morgni og náðu á Hvolsvöll klukkan 8:23 og því aðeins of seinir í fyrstu kennslustund en þeir fengu samt ekki seint í kladdann.