Göngum í skólann 2018 verður sett hátíðlega af stað miðvikudaginn 5.september í Ártúnsskóla, Árbæ. Þetta er í 12 sinn sem verkefnið er sett hér á landi.
Flutt verða stutt ávörp og munu nemendur syngja fyrir gesti og Sirkus Íslands verður með skemmtiatriði. Að því loknu verður verkefnið gangsett með viðeigandi hætti þar sem nemendur, starfsfólk Ártúnsskóla og gestir munu ganga stuttan hring í nærumhverfi skólans.
Enn er hægt að skrá skóla til leiks og verður það í boði fram að hinum alþjóðlega Göngum í skólann degi þann 10. október nk.