Gullskórinn í Glerárskóla var afhentur þeim bekk sem var duglegastur í þátttöku sinni í Göngum í skólann 2017. Góð þátttaka var í skólanum sem hefur tekið þátt undanfarin ár og þetta árið skaraði 6 - GS fram úr og hlaut hinn árlega gullskó að launum. Hér er 6 - GS ásamt kennara sínum Sindra Geir Óskarssyni og óskum við þeim til hamingju með gullskóinn.
Langholtsskóli hóf Göngum í skólann með því að allir nemendur og starfsfólk skólans tóku þátt í Norræna skólahlaupið þann 8. september. Aðstæður voru hinar ákjósanlegustu með logn og sól á einstaklega fallegri hlaupaleið um Laugardaginn. Stóðu nemendur sig með prýði og nutu hreyfingarinnar með bros á vör í blíðviðrinu.
Þá fóru allir bekkir og samtals 641 nemandi Langholtsskóla í gönguferðir um hverfið og Laugardalinn ásamt því að vinna verkefni þar sem fjallað var um gildi góðrar hreyfingar. Unglingastigið fór í göngu í Búrfellsgjá og fjallgöngu og nemendur á miðstiginu fóru í sameiginlega göngu og hjólaferð í Gufunesbæ. Glæsilegt og metnaðarfullt hjá duglegum nemendum og starfsfólki í Langholtsskóla.