Margir skólar standa fyrir flottum og skemmtilegum verkefnum í tengslum við Göngum í skólann. Í Húsaskóla var 4 vikna verkefni í gangi sem skipt var niður í 4 hluta og í hverri viku var verkefni sem tengdist göngu eða hreyfingu, áskorun og að lokum hugmyndavinna til að sökkva sér meira ofan í viðfangsefnið. Í viku 1 var Núvitundarganga þar sem gengið var um hverfið, áskorun sem fólst í ruslatínslu og skráningu og umferðarmerki sérstaklega skoðuð. Í viku 2 var farið í Grendarskóg á degi íslenskrar náttúru líkt og við fjölluðum um í frétt nýlega. Vika 3 og 4 var helguð Kortagöngu þar sem heimili nemenda voru merkt inn á kort, myndir teiknaðar af nærumhverfinu og vegalengdir mældar. Hér má sjá myndir frá kortagöngunni þar sem nemendur sýndu samnemendum sýnum hvar þeir eiga heima eftir góðan göngutúr um hverfið.
Í Breiðagerðisskóla hafa nemendurnir unnið að flottu verkefnum sem skilaði sér í flottu myndefni og veggskreytingum í skólanum. Þar má sjá margar myndir af þeirri hreyfingu og leikjum sem staðið var fyrir úti við og myndskreytingar við hæfi með áherslu á virkan samgöngumáta og umhverfisvænar lausnir. Hér fyrir neðan má sjá myndir af verkefninu og einnig má sjá myndir frá þátttöku Breiðagerðisskóla í Norræna skólahlaupið árið 2017 hérna á heimasíðu skólans.
Á morgun er svo hinn alþjóðlegi Göngum í skólann dagur sem haldinn er hátíðlegur víða um heim. Með þeim degi lýkur Göngum í skólann þetta árið og vonandi halda sem flestir þátttökuskólar daginn sérstaklega hátíðlegan með hollri hreyfingu og með því að hvetja nemendur sína til að ferðast til skólans á virkan hátt.