Dalskóli tók forskot á sæluna og hóf Göngum í skólann 2017 hjá sér þann 1. september með fjallgöngu á Úlfarsfellið. Veður var með ágætum og stemmningin meðal göngufólks enn betri. Allir bekkir frá 1.-10.bekkjar tóku þátt eða samtals 235 börn. Ánægjan var mikil þegar tindinum var náð og sólskinsbros nemenda skinu í heiði. Verkefnið heldur áfram í Dalskóla fram til 4. október og skrá allir krakkar sinn ferðamáta fram að þeim tíma. Hér má sjá myndir sem Dalskóli deildi með okkur:
Þá fór Norræna skólahlaupið fram víða um land föstudaginn 8.september síðastliðinn og var það formlega sett af stað í Giljaskóla á Akureyri. Mikil stemmning var meðal hlaupaglaðra nemenda og var tekið frábært myndband af hlaupinu með dróna. Markmiðið með Norræna skólahlaupinu er að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Þetta er í 34. skipti sem skólahlaupið fer fram og nýtur verkefnið stuðnings ÍSÍ, Mjólkursamsölunnar og Evrópuráðsins, og er í samvinnu við Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands