Nú eru grunnskólar landsins teknir til starfa eftir sumarið og margir ungir vegfarendur á leið til og frá skóla. Við hvetjum foreldra til að fara vel yfir umferðarreglur með börnunum og ökumenn til að gæta sérstakrar varúðar í nálægð við skóla- og íþróttasvæði.
Hægt er að fara á umferðarvefinn Umferd.is sem er fræðsluvefur um umferðarmál fyrir nemendur í grunnskóla, kennara og foreldra og til þess fallinn að auka áhuga á umferðaröryggi í skólastarfinu.
Við bendum einnig á góða grein eftir Hildi Guðjónsdóttur sérfræðing á öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu sem birtist í síðustu viku og fjallar um umferðaröryggi skólabarna. Hægt er að skoða greinina í gegnum vefslóðina hér fyrir neðan: