Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands setur Göngum í skólann í tínunda sinn á morgun, miðvikudaginn 7. september í Akurskóla í Reykjanesbæ. Göngum í skólann er verkefni ætlað grunnskólabörnum. Markmið verkefnisins er að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að ganga eða nýta virkan ferðamáta til og frá skóla.
Flutt verða stutt ávöp og söngatriði. Að lokum er verkefnið sett með viðeigandi hætti þar sem að nemendur, starfsfólk Akurskóla og gestir ganga af stað stuttan hring.
Enn er hægt að skár skóla til leiks.
Samstarfsaðilar eru: Samgöngustofa, Embætti landlæknis, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Ríkislögreglustjórinn, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Heimili og skóli.