Alþjóðlegi göngum í skólann dagurinn var í gær og um leið var það síðasti dagur verkefnisins. Vonandi er allt búið að ganga vel hjá ykkur og vonandi hafið þið geta nýtt verkefnið í að auka vitund nemenda á að nýta sér virkan ferðamáta til og frá skóla. Það er virkilega gaman er að sjá hversu margir skólar eru að fást við mörg skemmtileg verkefni í tengslum við Göngum í skólann.
Við hvetjum alla til að senda okkur efni, myndir, myndbönd og frásagnir af því sem ykkar skóli hefur verið að gera fyrir lok næstu viku. Þeir skólar sem senda inn efni fá sendan glaðning á næstu vikum. Eins og áður hefur komið fram má nú í stað þess að senda okkur tölvupóst setja efnið beint inn á nýja heimasíðu, sjá hér. Endilega sendið okkur fullt af skemmtilegu efni, það er svo gaman að sjá hvað þið eruð að gera.
Við þökkum öllum skólum kærlega fyrir þátttökuna og vonum að sem flestir taki þátt að ári. Þrátt fyrir að verkefninu sé nú formlega lokið þá hvetjum við ykkur að sjálfsögðu til þess að halda áfram að halda þema verkefnisins á lofti og vera dugleg að hvetja nemendur og starfsfólk til þess að nýta sér virkan ferðamáta.
Göngukveðja
Sigríður og Hrönn