Setningarhátíð í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ
08.09.2015 Göngum í skólann verður sett í Lágafellsskóla miðvikudaginn 9. september kl. 8:30. Jóhanna Magnúsdóttir, skólastjóri Lágafellsskóla býður gesti velkomna, Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Ólöf Nordal innanríkisráðherra munu flytja stutt ávörp auk þess sem Ólöf opnar nýjan umferðavef Samgöngustofu. María Ólafsdóttir mun svo syngja nokkur lög áður en verkefnið verður sett með viðeigandi hætti þegar nemendur, starfsfólk og aðrir gestir fara af stað í stuttan göngutúr.
Enn geta skólar skráð sig til leiks með því að smella á "Skráning" hér á forsíðunni. Ekkert kostar að skrá sig.
Meginmarkmið Göngum í skólann eru að hvetja nemendur og aðstandendur til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur umsjón með verkefninu en aðrir samstarfsaðilar eru: Samgöngustofa, Embætti Landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Heimili og skóli og Slysavarnarfélagið Landsbjörg.
Nánari upplýsingar um verkefnið gefur Hrönn Guðmundsdóttir verkefnastjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ með tölvupósti hronn@isi.is eða í síma 514 4000
Til baka