Allir skólar landsins fá sent veggspjald Göngum í skólann. Þátttaka í verkefninu felst í að áhugasamir skólar skrá sig hér á síðunni.
Nauðsynlegt er að fylla út umbeðnar upplýsingar hér fyrir neðan. Í stuttri lýsingu á að koma fram hvað viðkomandi skóli ætlar að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum. Það getur verið allt frá því að halda sérstaklega upp á Göngum í skólann daginn 2. október 2024 til þess að leggja áherslu á þetta þema í heila viku eða jafnvel allan mánuðinn. Nöfn skólanna sem taka þátt munu birtast hér á síðunni undir flipanum „Skráðir skólar“.