Nafn skóla | Tengill á heimasíðu skólans | ||||
---|---|---|---|---|---|
Flúðaskóli | https://www.fludaskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Nemendur hvattir til að nýta sér annan faramáta en bílinn, en lang flestir koma með skólabíl. Skólabílar leggja alltaf hjá íþróttahúsinu og þurfa nemendur því að ganga smá spotta á hverjum degi til að komast inn í skólan. Mikil útikennsla, göngutúrar og útihreyfing fyrstu kennsludagana/vikurnar. Þemavika 9.-13. september þar sem áherslan var á heilsu, forvarnir, skólareglur og fjölbreytileikan. Þemavikan endaði svo á árlegri "gönguferð að hausti" þar sem allur skólinn fer í gönguferð frá skólabyrjun og fram að hádegi. Í íþróttum er alltaf byrjað tíman á útihlaupi (lágmark 1 km) og er í gangi á meðan veður leyfir. Byrjar svo aftur þegar vorar tekur. | |||||
Djúpavogsskóli | https://www.djupavogsskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Dagarnir 23. sept - 2. október eru ,,Göngum í skólann" - dagar í Djúpavogsskóla. | |||||
Reykjahlíðarskóli | www.reykjahlidarskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Föstudaginn 6. sept hvetjum við alla til að vera í appelsínugulum fötum þegar þau ganga í skólann. Skólabíllinn mun stoppa við gatnamótin neðan við skólann svo börnin í skólaakstri ganga líka í skólann. Við munum halda Ólympíuhlaupið á þessu tímabili. Eins verður e-ð gert á lokadeginum en það á eftir að ákveða hvað það verður. | |||||
Hraunvallaskóli | www.hraunvallaskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Vikuna 23.-27. september munu umsjónakennarar skrá niður hvaða nemendur hreyfa sig á leið í skólan. Börnin fá stig ef þau hreyfa sig á leiðinni í skólann og sá bekkur sem safnar flestum stigum vikuna 23.-27. sept. fær viðurkenningu og gyllta stígvélið sem er farandsverðlaunagripur. | |||||
Víðistaðaskóli | https://vidistadaskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Hver árgangur fyrir sig startar verkefninu með því að ganga saman hring um nærumhverfi skólans og skoða í leiðinni helstu gönguleiðir til og frá skóla. Hver bekkur vinnur síðan hin ýmsu verkefni í tengslum við göngum í skólann allt eftir hvað hentar hverju aldursstigi fyrir sig. Um samtvinnu milli námsgreina er að ræða. Dæmi: Mæla/áætla vegalengdir, setja upp í súlurit, sýna þróun og árangur myndrænt, safna rusli á leið til og frá skóla, skoða gróðurfar á leiðinni o.sv.frv. | |||||
Hvolsskóli | http://hvolsskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Nær helmingur nemenda ferðast í skólann með skólabílum og í staðinn fyrir að leggja áherslu áð nota virkan ferðmáta til og frá skóla þá virkjum við nemendur í hreyfingu á skólatíma. Í haust fara allir bekkir í útiírþróttir á meðan veður leyfir. Allir bekkir ganga eitt fjall að hausti og elsta stig getur valið fjallgönguval. Þetta haustið var Emstruleið gengin niður í Þórsmörk. Einnig er útikennsl í stundatöflu allan ársins hring á yngsta og miðstigi. | |||||
Fossvogsskóli | https://reykjavik.is/fossvogsskoli | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Vikan 16. – 20. september verður tileinkuð verkefninu hjá okkur í Fossvogsskóla. Þá viku munu umsjónarkennarar hvetja nemendur til að koma gangandi eða hjólandi í skólann og jafnframt skrá niður hvernig nemendur koma í skólann. Einn árgangur á yngsta stigi og einn á miðstigi fær svo viðurkenningu fyrir besta árangur í verkefninu. Einnig munum við hvetjum alla kennara til að fara Fossóhringinn okkar góða reglulega á meðan á verkefninu stendur (og auðvitað alla hina mánuðina líka). | |||||
Langholtsskóli | https://reykjavik.is/langholtsskoli | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Hvetja alla nemendur og starfsmenn til að ganga, hjóla í skólann. Hvetja til hreyfingar og minnka umferð við skólann. | |||||
Háteigsskóli | hateigsskoli@rvkskolar.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Við ætlum að hvetja til einnar viku sem yrði merkt við hjá öllum bekkjum hverjir labba í skólann eða hjóla. Hvetjum umsjónarkennara til þá að taka auka göngutúr með alla og fá fræðslu um mikilvægi hreyfingar fyrir okkur öll. Byrjum með ekki of mikið en þá hægt að gera enn betur á næsta ári. | |||||
Grunnskólinn í Stykkishólmi | https://grunnskoli.stykkisholmur.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Við ætlum að taka 3ja vikna átak þar sem við hvetjum nemendur að mæta á hjólum eða gangandi í skólann. Stefnum svo á að hafa uppskeruhátíð í lok átaksins og fær bekkurinn með hlutfallslegu hæstu skráninguna verðlaun. | |||||
Álfhólsskóli+ | alfholsskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Setjum bréf heim og í vikupósta hjá nemendum. Almenn hvatning til að börn gangi í skólann. Átakið stendur til 2.október. | |||||
Salaskóli | www.salaskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Nemendur í 1. -7. bekk nota virkan ferðamáta til að fara í skólann. Verkefnið göngum í skólann stendur í tvær vikur. Kennarar merkja við nemendur á hverjum morgni, það er hversu dugleg þau eru að hreyfa sig á leiðinni í skólann. Keppt er um gull skóinn, silfur skóinn og brons skóinn. | |||||
Húnaskóli | https://www.hunaskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Ætlum að leggja áherslu á dagana 11. sept til 25. sept. Keppni á milli bekkjardeilda, hvaða bekkur mætir hlutfallslega best gangandi eða hjólandi, að sjálfsögðu er starfsfólkið með í þessu. Einnig ætlum við að vera með fjölskyldugöngu kl 17. einhvern tímann á þessu tímabili. Kennarar verða líka með einhver verkefni þessu tengt hjá sínum bekkjardeildum. | |||||
Áslandsskóli | aslandsskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Dagleg hvatning til nemenda, árgangarnir keppast við að fá gullskólinn | |||||
Brekkubæjarskóli | brak.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Allir árgangar taka þátt, fararmáti er skráður fjóra daga yfir mánuðinn. Sá árgangur sem nýtir hlutfallslega oftast virkan ferðamáta vinnu farandbikar sem hefur gengið á milli sigurárganga í nokkur ár. | |||||
Bláskógaskóli | www.blaskogaskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Við erum að taka þátt í fyrsta skipti, að ég held og við ætlum að taka göngu inn í okkar nám næstu vikur. Nýta í kennslu og fleira. Lagt verður af stað með að ímyndunarafl hvers og eins hóps fái að njóta sín á þessum tíma. | |||||
Ártúnsskóli | https://reykjavik.is/artunsskoli | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Það verður keppni á milli bekkja á yngra stigi og eldra stigi og fær sá bekkur sem kemur oftast gangandi í skólann "gull skó". Keppnin mun standa yfir dagana 9. - 20. september. | |||||
Grunnskólinn á Hólmavík | www.strandabyggd.is/grunnskoli | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : - Við hvetjum alla nemendur til að ganga eða hjóla í skólann. - Ólympíuhlaup ÍSÍ fléttast saman við Göngum í skólann. - Sund | |||||
Grunnskóli Bolungarvíkur | https://gs.bolungarvik.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Dagana 2.-6. september er yfirskrift skólans "fyrir eigin afli í skólann" þar sem starfsfólk skólans og nemendur eru hvattir til þess að fara fyrir eigin afli, þ.e. gangandi eða á hjóli, í skólann og heim úr skóla. Á mið- og unglingastigi er í boði útivistarval þar sem m.a. er farið í gönguferðir um nærumhverfið. 4. september var Ólympíuhlaup ÍSÍ / skólahlaupið haldið í skólanum þar sem farnir voru 614,5 km. | |||||
Kerhólsskóli | https://www.kerholsskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Skólinn er í sveit og þá eru meiri parturinn af nemenda hópnum kemur með skólabíl í skólann. Í tilefninu þá fara nemendur í göngutúr með umsjónarkennurum sínum á meðan Göngum í skólann stendur yfir. Farið verður hring á svæðinu sem við köllum míluna og er 1,6 km, hvern einasta dag. Einnig verður farið í fjallgöngu í lok september og 2. október verður skólahlaup (Ólympíuhlaup ÍSÍ). | |||||
Seyðisfjarðarskóli | https://seydisfjardarskoli.sfk.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Við hófum átakið á að hafa göngudag í öllum skólanum. Yngsta stig gekk innan fjarðar og fór meðal annars að Dvergasteini og út á Vestdalseyri. Miðstigið gekk út að vitanum á Brimnesi og unglingastigið okkar gekk yfir í Loðmundarfjörð þar sem hópurinn gisti svo. Við ætlum svo að brjóta skólastarfið upp þennan mánuð og taka til dæmis geðræktargöngutúra um bæinn og tengja átakið þannig við Gulan september. | |||||
Selásskóli | selasskoli@selasskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : sett upp í stofum skráningarblað fyrir mánuðinn og síðan tekið meðaltal úr bekknum með þátttöku því keppt er um "Gullskóinn" Sá bekkur sem vinnur fær að hafa í stofu út veturinn. Kynningarblað sent heim til að fá heimili í lið með okkur. Kynning og hvatning á verkefninu. Íþróttir kenndar úti fram í miðjan september, þar er t.d. farið yfir öruggar og hentugar gönguleiðir. | |||||
Árbæjarskóli | arbaejarskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Við ætlum að taka verkefnið frá 11. september til 2. október, sem sagt í 3 vikur. Allir umsjónarkennara fá skráningarblað til að halda utan um ferðamáta nemenda. Hvetjum kennara til að vinna einhver verkefni í tengslum við þessa vakningu, t.d. umferðafræðslu. Nýta vefslóðirnar sem þið mælið með. Að lokum er árangurinn tekin saman og settur myndrænt upp og veitum viðurkenningu/verðlaun fyrir þann árgang sem stóð sig best. | |||||
Víkurskóli, Vík í Mýrdal | https://vikurskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Við ætlum að hvetja nemendur og starfsfólks skólans til að nota virkan ferðamáta til og frá skóla. Í upphafi verkefnisins verður gönguferð og leikir fyrir 1.-10. bekk. Við munum vera með Ólympíuhlaup ÍSÍ, haustferðir verða farnar á tímabilinu og margt fleira skemmtilegt. | |||||
Reykhólaskóli | https://reykholaskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Nemendur hvattir til að ganga í skólann. Skólabíll leggur annarstaðar svo þeir nemendur fái að labba líka. Gengin hringur um þorpið 2-3 í viku. | |||||
Sjálandsskóli | https://sjalandsskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Fara með alla nemendur skólans í göngu í upphafi og lok átaks. Fræðsla og umræða í öllum árgöngum. | |||||
Borgarhólsskóli | www.borgarholsskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : - hvatning á samfélagsmiðlum og heimasíðu - samtal á bekkjarfundum - erindi til foreldafélags - bíllaus dagur | |||||
Vallaskóli | www.vallaskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Við erum í 6. bekk í Vallaskóla og við ætlum að hvetja börnin til þess að koma gangandi í skólann eða með öðrum virkum ferðamáta. Sendum upplýsingar á heimilin um átakið með hvatningarorðum. Þá ætlum við að safna á hverjum degi upplýsingum um það hvernig nemendur koma í skólann í lokin tökum við svo niðurstöðurnar saman. Einnig ætlum við að vera dugleg að fara í göngutúra um bæinn okkar. Kveðja, Kristrún og Rannveig | |||||
Leikskólinn Goðheimar | https://godheimar.arborg.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Vera dugleg að nota virkan ferðamáta í og úr skóla og hvetja aðra til þess að gera slíkt hið sama. Ætlum líka að rifja upp það sem við lærðum í Umferðaskólanum og fara sérstaklega vel yfir umferðarreglurnar. | |||||
Hvaleyrarskóli | https://hvaleyrarskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Kennarar og nemendur skrá daglega niður ferðamáta í skóla. Hvetjum alla til að nýta virkan ferðamáta sem og að fara í göngutúr á skólatíma með nemendahópinn, taka myndir ef við á og auka umræðuna. Bekkir sem safna flestum skiptum í virkum ferðamáta fá verðlaun, á hverju stigi fyrir sig. Einnig fer skólahlaupið fram á tímabilinu. | |||||
Stekkjaskóli | https://stekkjaskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Lita umferðamerki, klippa út og líma. búa til eigin umferðamerki, búa til ljóð, lög um umferðareglur/merki. Fara út í göngutúr og skoða umferðamerkin. Horfa á myndbönd um umferðareglur. | |||||
Grunnskólinn í Þorlákshöfn | https://www.olfus.is/grunnskolinn | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Nemendur og foreldrar hvattir til að nýta virkan ferðamáta í skólann næstu 2 vikurnar. Kennarar verða með viðburði í tengslum við verkefnið og síðan munum við tengja Ólympíuhlaupið við verkefnið. | |||||
Heiðarskóli Reykjanesbæ | Þorey Garðarsdóttir | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Við ætlum að hvetja nemendur okkur til að ganga í skólann. Við munum hvetja kennara til að vera með umferðarfræðslu og ýmis verkefni tengd umhverfi skólans. | |||||
Foldaskóli | https://reykjavik.is/foldaskoli | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Nemendur halda utan um og skrá fyrir hvern dag þar sem þau ganga/hjóla í skólann. | |||||
Grundaskóli | https://www.grundaskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Grundaskóli ætlar að hvetja nemendur og starfsfólk til þess að ganga eða hjóla í skólann. Einnig verða kennarar hvattir til þess að fara með nemendur í gönguferðir á skólatíma. Einnig mun kennari skráir niður hvernig nemendur koma í skólann og er keppni á milli árganga um það hver kemur oftast á virkum ferðamáta í skólann. Í lok göngum í skólann er verðlaunaafhefting þar sem sá árgangur sem vinnur fær gullskó í verðlaun. Grundaskóli verður einnig með skólahlaup sem er alltaf haldið samhliða verkefninu Göngum í skólann. | |||||
Húsaskóli | https://reykjavik.is/husaskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Hvetja alla nemendur til að nota virkan ferðamáta í og úr skóla ásamt því að halda Ólympíuhlaupið. | |||||
Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði | https://bskhfj.hjalli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Kynna verkefnið fyrir starfsfólki og foreldrum. Vekja athygli á mikilvægi útiveru og áhrif náttúrunnar á vellíðan. Þar sem við erum ekki hverfisskóli þá ætla umsjónarkennarar að fara út með hópana sína í göngu á hverjum degi. | |||||
Hríseyjarskóli | https://hriseyjarskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Við bjóðum upp á göngu fjóra virka daga vikunnar kl 16.30 þar sem að minnsta kosti einn starfsmaður mætir og allir velkomnir að labba með. Við hvetjum nemendur til að ganga úr og í skóla og njóta um leið útiveru og samveru. | |||||
Stapaskóli | www.stapaskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Skólinn merkir við í 3 vikur hverjir nota virkan ferðamáta á leið sína i skólann. Gefinn verður Gullskór fyrir 1.-3.bekk, 4.-6.bekk og 7.-10bekk fyrir þann árgang sem stendur sig best í að nota sér virkan ferðamáta. Umsjonarkennararar hvattir til að nýta sér umferd.is til umferðarfræðslu. | |||||
Myllubakkaskóli | https://www.myllubakkaskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Við ætlum að hafa litahlaup (color run) 6. sept. og munum svo fara í göngutúra með nemendur í tengslum við list- og verkgreinar og náttúrugreinar. Ásamt mörgu öðru. | |||||
Hofsstaðaskóli | https://hofsstadaskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Kynningu á verkefninu er send á foreldra og starfsfólk og verkefnið kynnt fyrir nemendum | |||||
Naustaskóli | www.naustaskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Við verðum með útivistardag og einnig Ólympíuhlaup ÍSÍ. Svo munum við tala við umsjónarkennara með það að vera með umferðarfræðslu fyrir yngri nemendur. | |||||
Grunnskóli Grundarfjarðar | grundo.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Hvetja alla nemendur til að nota virkan ferðamáta. Efla síðan til keppni milli árganga í 1 viku sem 7.bekkur mun halda utan um. | |||||
Lindaskóli | Halldóra Ingunn Magnúsdóttir (halldora.magnusd@kopavogur.is) | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Umsjónarkennar og íþróttakennara leggja áherslu á að fræða börnin um mikilvægi þess að hreyfa sig nokkrum dögum fyrir opnunardag Göngum í skólann verkefnisins. Umsjónarkennarar geta stuðst við efni frá Landlækni og Samgöngustofu til að fræða börnin um hreyfingu og umferðarfræðslu. Á opnunardegi Göngum í skólann fara umsjónarkennarar með sinn bekk út í minnst eina kennslustund í einhverskonar hreyfingu. Umsjónarkennarar merkja við nemendur á dagatali hvort þeir noti virkan ferðamáta hvern skóladag. Íþróttakennarar afhenda gull- og silfurskóinn fyrir þá bekki sem standa sig best þegar verkefninu lýkur. | |||||
Öldutúnsskóli | www.oldutunsskoli.s | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Senda upplýsingar til foreldra og starfsfólks Hvetja alla til að taka þátt Hengja upp veggspjöld um skólann | |||||
Sunnulækjarskóli | https://sunnulaek.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Vekja athygli á að ferðast örugglega í skólann og hvetja bæði nemendur og starfsmenn til að nýta sér virkan ferðamáta þennan tíma. Við höldum skólahlaup sem verður stærsti viðburðurinn í verkefninu og gerum ýmis fleiri verkefni þessu tengt. | |||||
Grunnskólinn í Hveragerði | grunnskoli.hveragerdi.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Göngum í skólann verkefnið í hófst í raun í gær. Þegar gengið var frá skólanum og í skólann í árlegum árgangagöngum (sjá m.a. frétt á heimasíðu skólans og umfjöllun á samfélagsmiðlum). Verkefnið verður tengt umræðu um umferðaröryggi og vali á bestu gönguleiðum milli heimilis nemenda og skóla. | |||||
Laugarnesskóli | laugarnesskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Að hvetja alla til að ganga eða hjóla í skólann. | |||||
Glerárskóli | https://glerarskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Skrá niður hvernig nemendur koma í skólann og veita þeim verðlaun sem skara fram. | |||||
Grandaskóli | https://reykjavik.is/grandaskoli | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Hvetja nemendur og starfsfólk til þess að ganga/hjóla í skólann allan mánuðinn. Vekja athygli nemenda á að velja öruggar gönguleiðir í skólann. Hvetja til útiveru og hreyfingar. | |||||
Grunnskóli Reyðarfjarðar | www.grunnrey.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Við ætlum að efla til keppni milli bekkja þar sem bekkurinn sem gengur mest fær að launum gullskóinn og ávaxtakörfu. | |||||
Giljaskóli | https://www.giljaskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Hvetja krakkana til þess að ganga í skólann, fara í göngu á skólatíma og setja upp í yngri bekkjum eitthvað á veggi sem sýnir hversu margir koma með virkum ferðamáta í skólann. | |||||
Gerðaskóli | www.gerdaskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Skólinn ætlar að hvetja nemendur og starfsólk að nota virkan ferðamáta í og úr skóla. | |||||
Grenivíkurskóli | https://www.grenivikurskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Í tvær vikur verða nemendur hvattir sérstaklega til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Keppt verður á milli stiga um gullskóinn, það stig sem er með besta þátttöku vinnur. Göngumarkmið verður sett fyrir skólann í heild og auk þess tökum við þátt í Ólympíuhlaupinu. | |||||
Grunnskóli Vestmannaeyja | grv.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Vekja athygli á mikilvægi hreyfingar, stunda útiveru og kenna umferðareglur með yngstu nemendunum. Hafa sameiginlegan vinadag og taka þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. | |||||
Njarðvíkurskóli | https://www.njardvikurskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum :
| |||||
Grunnskólinn á Þingeyri | http://grthing.isafjordur.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Ganga dali -allir hópar (yngsta, mið og elsta stig) Halda keppni milli skólastiga (hver hópur fær stig fyrir hvern nem. sem notar virkan hreyfimáta til að mæta í skólann). Keppni um gullskóinn 2024. Umferðarfræðsla, útiíþróttir og útivera í september. | |||||
Engidalsskóli | https://engidalsskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : erum ennþá að ákveða okkur en munum mögulega taka göngutúr í hverfinu og eitthvað tengt því. | |||||
Brekkuskóli | www.brekkuskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Við ætlum að hvetja nemendur til að ganga eða hjóla í skólann og hafa keppni í tvær vikur milli árganga hverjir komi oftast gangandi/hjólandi í skólann. Þar er keppt um hinn stórkostlega farandgrip, Gullskóinn. Við notum þessa daga einnig til umferðarfræðslu og grenndarfræslu. | |||||
Hamraskóli | https://reykjavik.is/hamraskoli | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Vera með Ólympíuhlaupið í tengslum við Göngum í skólann Keppni innan skólans hvaða bekkur er duglegastur að ganga í skólann. Sigurvegarar fá "gull skóinn" og viðurkenningaskjal. Kennarar hvetja nemendur til aukinnar hreyfingar og að koma gangandi eða hjólandi í skólann | |||||
Oddeyrarskóli | https://oddeyrarskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Hvetja nemendur og starfsfolk til að nýta virkan ferðamáta í leið sinni í skólan | |||||
Álftanesskóli | www.alftanesskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : -Míluganga með vinapörum -Skráning á hvernig börnin koma í skólann. Keppni milli bekkja og gullskór í verðlaun. -Kennarar hvattir til að fara með nemendur í göngutúra á tímabilinu. | |||||
Lundarskóli | https://www.lundarskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Útivistardagur í skólanum og Ólympíuhlaup ÍSÍ í september. | |||||
Tálknafjarðarskóli | https://www.talknafjardarskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Í Tálknafjarðarskóla er hreyfimánuður fyrsta mánuð skólaársins. Nemendur eru hvattir til að koma gangandi eða hjólandi í skólann og skrá niður ferðamáta sinn. Þar að auki er lögð aukin áhersla á hreyfingu og útivist nemenda á meðan á hreyfimánuði stendur. Keppni verður á milli árganga hver hópur kemst lengsta vegalengd á meðan á hreyfimánuði stendur. | |||||
Klébergsskóli | www.klebergsskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Við ætlum að hafa samveru á sal og ræða mikilvægi hreyfingar og öryggi í umferðinni. Við verðum með allskonar fræðslu og skemmtun í kring um verkefnið og þegar að átakinu líkur afhendum við þeim árgangi sem nýtti sér virkan ferðamáta oftast, Gullskóinn. Síðan endum við á Ólympíuhlaupinu. | |||||
Rimaskóli | https://reykjavik.is/rimaskoli | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Við erum með keppni milli árgagna um að hreppa Gullskóinn. Krakkarnir vinna inn stig þegar þau mæta í skólann gangandi eða á órafrænu farartæki, Hopp hjól eða vespa gildir ekki. Keppni fer fram innbirgðis á milli 1.-4. bekk, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk Endað með verðlaunaafhendingu á sal Kær kveðja Davíð Már | |||||
Grunnskólinn á Þórshöfn | thorshafnarskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Skráð niður hlutfall á hverjum morgni fyrir hvern bekk, borið saman vikulega á milli bekkja. Skólabílar keyra ekki alla leið að skóla svo allir fái tækifæri til að taka þátt. Extra veglegar ávaxtakörfur við lok verkefnisins fyrir hvern bekk. | |||||
Kvíslarskóli Mosfellsbæ | http://kvislarskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Við ætlum að hvetja nemendur okkar til að ganga í skólann og þá um leið minnka mikla bílaumferð við skólann því hér er mörgum börnum skutlað í skólann. Þá verður öryggið við skólann meira og minni mengun. Við ætlum einnig að minna þau á mikilvægi hreyfingar og útiveru og hvað það er mikilvægt fyrir líkamlega og andlega heilsu. | |||||
Akurskóli | www.akurskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Hér í Akurskóla er keppt um gullskóinn en sá árgangur sem er með bestu % í þátttöku nemenda frá 4.sept til 2.okt. Einn árgangur á hverju stigi fær gullskóinn, sem sagt 3 árgangar fá gullskó til varðveislu. | |||||
Auðarskóli | audarskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Halda áfram að fara með alla nemendur út að ganga á hverjum degi. Á Göngum í skólann daginn, 2. október stefnum við á að - Allir mæta – nemendur í þorpinu og skólabílakrakkar á safnstað þar sem gengið verður saman í skólann, foreldrum, systkinum, öfum og ömmum og öðrum fjölskyldumeðlimum boðið með. Sérstaklega verður haft samband við gönguhóp eldri borgara og þeim boðið með okkur. | |||||
Sandgerðisskóli | www.sandgerdisskoli.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : - Ætlum að virkja "míla á dag" í stundatöflu. - Gefa verðlaun á yngsta, mið og elsta stigi - Enda á Ólympðihlaupinu - Vera með íþróttadag 1. okt - Þar sem nemendur spreyta sig í allskonar íþróttum og fá fyrirlestur um mikilvægi tómstunda, hreyfingu og geðrækt. | |||||
Mýrarhúsaskóli | http://grunnskoli.seltjarnarnes.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Á þessu tímabili hvetjum við alla nemendur að koma á eigin afli í skólann. Það er alltaf mikil og góð stemning.... og mikill keppnisandi. Allir vilja vinna gullskóinn. | |||||
Artúnsskóli | https://reykjavik.is/artunsskoli | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Við eigum eftir að skipuleggja | |||||
Síðuskóla | https://www.siduskoli.is/ | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Í Síðuskóla á Akureyri er keppni milli árganga. Árið 2023 hófum við að ná 86% virkan ferðamáti. En við stefnum að sjálfsögðu á að gera betur í ár. Einnig fer allur skólinn í gönguferð á haustin sem við tengjum oft saman við upphafið á göngum í skólann átakinu. | |||||
Grunnskólinn á Ísafirði | grisa.is | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Allir árgangar munu fara í fjallgöngu. | |||||
Engjaskóli | https://reykjavik.is/engjaskoli | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Nemendur munu merkja við í 3 vikur hvernig þeir mæta í skólann. Gangandi, hjólandi, bíl eða með skólabíl. Sá árgangur sem kemur oftast gangandi eða hjólandi í skólann fær afhentan "Gullskóinn" til varðveislu út skólaárið. | |||||
Borgaskóli | https://www.facebook.com/profile.php?id=61564127724344 | ||||
Hvað ætlar skólinn að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum : Vekja athygli á mikilvægi þess að ganga í skólann, tengja við Grænfánaverkefnið og Heilsueflandi skóla. |