Samkvæmt Aðalnámsskrá grunnskóla (2011) er Heilbrigði og velferð nú einn af sex grunnþáttum menntunar. Þátttaka í Heilsueflandi grunnskóla styður skóla í að innleiða þennan grunnþátt í öllu sínu starfi og að vinna markvisst að að heilsueflingu grunnskólanemenda. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Skólar koma sér upp heildrænni og vel skipulagðri heilsustefnu þar sem horft er á allt skólasamfélagið í heild.
Virkni í skólastarfi - handbók um hreyfingu fyrir grunnskóla